Undarlega árið 2020

Jæja, Þá er að detta í jól og þetta undarlega ár að verða liðið.

Mig langar að óska þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þakka ánægjuleg samskipti í leik og starfi.

Reyndar hafa þessi undarlegheit ekki haft mikil áhrif á mig, ég var kominn í heimavinnu og snertilaus samskipti löngu áður en fárið hófst.

Vinnan hélt áfram að þvælast fyrir. Endalaus verkefni við að teikna hús, burðarvirki, lagnir og hafnarmannvirki, ásamt stauti við eignaskiptayfirlýsingar, á sama tíma og ég var að stækka húsið fyrir hana Kristínu.

Það verður spennandi að sjá hvað nýtt ár ber í skauti sér, vonandi verður aftur hægt að þræða veitingastaði borgarinnar og jafnvel komast eitthvað lengra til. Það er skondið að ég fór oftar til borgarinna í október í fyrra en ég hef farið þangað allt þetta ár.

Hérna fyrir neðan er brjálað myndband af húsamódelunum mínum, sem fylla bráðum tíunda tuginn. Einn daginn verð þau trúlega fleirri en húsin sem ég hef teiknað í tvívíðu Autocad…..

Posted in Teiknivinna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *