Raunteikningar

Tek að mér gerð raunteikninga og uppmælingu á mannvirkjum.

Ég hef gert mikið af því að mæla upp hús og gera raunteikningar. Þar á meðal af nokkrum stórum húsasamstæðum. Áður voru þetta tviviðar teikningar sem unnar voru í Autocad teikniforriti en síðustu fjögur árin hef ég hins vegar nær engögu unnið slík verk sem þrívíð módel í Revit hönnunaforriti. Uppmælingaverkefni sem ég hef unnið eru orðin vel á þriðja hundrað. Reynsla og þekking mín sem húsasmiður hefur nýst afar vel í þeirri vinnu.

Þegar endurbætur, breytingar eða viðbyggingar standa fyrir dyrum, eða þegar gera á eignaskiptayfirlýsingu er stundum nauðsylnegt að gera raunteikninar af byggingum. Oft eru til einhver gögn á pappír eða jafnvel eitthvað á rafrænu formi. Oftast er það samt þannig að það reynist nauðsynlegt að mæla upp á staðnum til að sannreyna þau gögn sem til eru og setja inn breytingar.

Ég hef yfir að ráða ágætum búnaði til mælinga og gagnaöflunar.  Með laser mælum getur einn maður annast uppmælingu á mannvirki og  með myndatöku er hægt að afla góðra gagna fyrir hönnuð.

 

Skoðaðu málið, það gæti borgað sig

Þorvaldur E Þorvaldsson

 


 

Ég hef teiknað upp hús af öllum stærðum og gerðum.

 

Sendu mér tiltæk gögn um hús. Ég sæki það sem uppá vantar og skila Autocad-  eða Revit módeli.