Eignaskiptayfirlýsingar

Tek að mér gerð eignaskiptayfirlýsinga.

Ég hef lokið námskeiði og prófum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og öðlaðist með því réttindi til þess að gera eignaskiptayfirlýsingar. Á námskeiðinu var farið ítarlega yfir lög um fjöleignarhús, úrskurði kærunefndar húsamála og reglugerðir um eignaskiptayfirlýsingar. Jafnframt var farið  yfir og unnið með reglur og staðla um uppmælingu og skráningu mannvirkja.

Samkvæmt lögum um fjöleignarhús mega þeir einir taka að sér að gera eignaskiptayfirlýsingar sem fengið hafa til þess sérstakt leyfi félagsmálaráðherra.

Á vef Stjórnarráðsins er listi yfir leyfishafa..

 

Eignaskiptayfirlýsing er að stórum hluta útreikningur á stærðum einstakra rýma í byggingum og hlutfallstölum eftir stærðum eignarhluta.  Til þess að hægt sé að gera eignaskiptayfirlýsingu þarf haldgóðar teikningar af viðkomandi húsi ásamt skráningartöflu. Þegar um er að ræða ný eða nýleg hús eru þessi gögn til staðar, árituð af hönnuði. Gögn yfir eldri hús eru hins vegar afar misjöfn og stundum eru engin gögn til. Oft reynist þess vegna nauðsynlegt að mæla upp hús, gera raunteikningar og skráningartöflu.  Reynsla mín sem tækniteiknari og húsasmíðameistari nýtist mér afar vel  í þeirri vinnu.

Samkvæmt 13. gr. reglugerðar um eignaskiptayfirlýsingar er ekki farið fram á að gerðir séu nýir aðaluppdrættir af eldri húsum þar sem þá vantar, heldur má notast við þau gögn sem tiltæk eru og rétt þykja.

 

 

Þarft þú eignaskiptayfirlysingu fyrir gamalt fjöleignarhús og engar teikningar til ?

Ég get klárað málið fyrir þig á hagkvæman hátt.

Hafðu samband : thorvaldur@tnet.is

Þorvaldur E Þorvaldsson