Upplýsingalíkön

Tek að mér gerð upplýsingalíkana fyrir fyrirtæki.

Upplýsingalíkan er frábært verkfæri fyrir þá sem hafa umsjón með verksmiðjuhúsum og stærri byggingum.

Upplýsingalíkan er hlutbundið þrívítt líkan af byggingu. Það þýðir að allar einingar og rými byggingarinnar eru skilgreind með heiti, efni og stærð sem hægt er lesa inn í töflur eða birta á teikningum, t.d. sem litaskema. Einnig er hægt að kalla fram og birta grunnmyndir, útlit og sneiðingar hvar sem er í byggingunni.

Þar sem starfsemi er tæknivædd og fjölbreytt eru tæki og búnaður í stöðugri þróun. Að geta skoðar væntanlegar breytingar í þrívíðu líkani auðveldar ákvarðanatöku og getur komið í veg fyrir mistök.

Upplýsingalíkan er hægt að nota sem hluta af BIM (Building information modeling) miðlægum gagnagrunni og sem IFC skrá (Industry Foundation Classes) sem er sameiginlegt skráarsnið (skráaskiptistaðall) fyrir öll hlutbundin upplýsingalíkön.

 

Þorvaldur E Þorvaldsson

 

 


Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki