Módelin frá 2018

Í dag er eitt og hálft ár frá því að ég hætti á verkfræðistofunni Stoð, eftir 13 ára starf. Síðan þá hef ég unnið heimavið sem tækniteiknari í lausamennsku.

Ég hef átt ánægjulegt samstarf við hönnuði. Bæði mælt upp hús og gert raunmódel sem þeir vinna áfram og teiknað hönnun eftir forskrift eða rissi.

Ég hef líka gert þónokkuð af tillöguteikningum fyrir fólk og fyrirtæki. Sett hugmyndir fólks í teiknimódel og unnið þær svo áfram með hönnuði. Ég vinn arkitektateikningar nær eingöngu í þrívíðu Revit módeli en verkfræðiteikningar að hluta í Autocad.

Hérna fyrir neðan eru flest akritektamódelin sem ég hef unnið á þessum tíma komin við eina götu.

Eitt af þessum húsum er Korputorg, þar áttu Arkís arkitektar grunn að módeli sem ég vann áfram, þar til þeirra fólk tók það lengra í hönnunarfasa. Sama á við um Dalbraut 12 í enda götunnar, annað er unnið af mér frá grunni.

Posted in Teiknivinna.