3D í Autocad

Fyrir 13 árum gerði ég teikningar af breytingum á húsinu mínu. Ég fékk þær samþykktar vorið 2008. Síðan hefur ýmislegt gengið á og ég er enn að byggja… Teikningarnar gerði ég fyrst tvívíðar í Autocad og svo reisti ég þetta upp, eins og sagt var. Það var satt að segja pínu bras. Með tilkomu Sketchup og Revit er þetta minna mál, þrívíddin verður til um leið teiknað er. Aðal snilldin finnst mér samt vera gagnagrunnstengingin í Revit, sem gerir manni kleift að kalla fram magntölur og stærðir um leið og búið er að teikna, jafnframt því að fá alls kyns aðrar upplýsingar út úr teiknimódelinu. 

Posted in Teiknivinna.