Sundlaug Sauðárkróks

Vorið 2016 fékk ég það verkefni að gera raunteikningar af sundlaug Sauðárkróks vegna fyrirhugaðra framkvæmda við laugina.  Eins og stundum áður þegar ég hef verið að mæla upp og teikna hús, varð ég forvitinn um sögu þessa mannvirkis.

Það endaði  sem sagt þannig þarna um árið að ég skoðaði þessa sögu að gamni mínu, þegar ég hafði skilað mínu til hönnuðuna. Sagan er býsna merkileg. Laugin er upphaflega reist af miklum stórhug árið 1957 og stóð þá í útjaðri bæjarins að sunnan. Árið 1971 þegar landsmót UMFÍ var haldið á Króknum var þessu mannvirki lýst sem einni glæsilegustu sundlaug landsins. Sundlaugin var hönnuð sem innilaug og lengst af voru áform uppi um að ljúka því verki.

Haustið 2004 var skipaður starfshópur um uppbyggingu sundlaugarinnar. Þessi hópur vann mjög góða skýrslu um málið og setti fram metnaðarfullar hugmyndir.

Núna í upphafi árs 2018 eru að hefjast framkvæmdir viðendurbætur á Sundlauginni.

Hér er fjallað um sundlaugina i gömlum blaðagreinum.

Upphaflegar teikningar af sundlauginni

Skýrsla starfshóps um uppbyggingu sundlaugarinnar

Skýrsla starfshóps um uppbyggingu sundlaugarinnar

Í niðurstöðu skýrslunar segir meðal annars :

“Miðað við þær forsendur nefndarinnar, að auka aðsókn að Sundlaug Sauðárkróks, þarf að hafa í huga að nauðsynleg aðstaða sé fyrir hendi til að taka á móti þessum fjölda. Núverandi húsnæði er barn síns tíma og hentar ekki vel til að taka á móti miklum fjölda fólks. Nefndin telur best að byggja upp þessa nýja aðstöðu í einum áfanga. Fyrst verði útisvæðið, nýir búningsklefar og afgreiðsla byggt upp og í beinu framhaldi verði byggt yfir eldri laug. Með þessu móti verður sem minnst röskun á daglegri starfsemi laugarinnar.”

Fyrirhugaðar endurbætur á sundlauginni 2018 – myndband

Umfjöllun um framkvæmdirnar á vef sveitarfélagsins

Posted in Teiknivinna.